Um Okkur

Asorma hófst árið 2024 með einfaldri en sterkri hugmynd.
21 árs strákur sem vildi stofna sitt eigið merki – fyrirtæki sem gæfi honum frelsi til að skapa og vinna fyrir sjálfan sig.

Asorma stendur ekki bara fyrir fatnað, heldur fyrir hugarfar. Við hvetjum fólk til að finna sinn stíl og klæðast þægindum. Flíkurnar okkar eru gerðar til að endast, líða vel og líta vel út – á þínum eigin forsendum.

Við erum stolt af því að vera íslenskt merki í uppbyggingu, og framtíðarsýnin okkar er skýr:
Að stækka vörulínuna, hanna með tilgangi, og byggja upp samfélag í kringum hægari, meðvitaðri og stílhreinni tísku.